Best WordPress Theme based on Material Design - Materialize is a freemium WordPress theme developed by myThem.es

Söngsveitin Fílharmónía ásamt Elmari og Sophie

by Formaður

Jólatónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu

Háteigskirkja, laugardaginn 20.desember kl. 20
Kristskirkja við Landakot 29.desember kl. 20

Á jólatónleikunum í ár flytur kórinn íslensk og erlend jólalög í bland við hátíðlega tónlist. Kórinn fær jafnan eðal tónlistarfólk til liðs við sig á jólatónleikum og að þessu sinni er ekki brugðið út af þeim góða vana. Einsöngvari með kórnum á báðum tónleikum er tenórinn Elmar Gilbertsson sem sló eftirminnilega í gegn í óperu Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði. Meðleikari á hörpu er Sophie Schoonjans og stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Miðaverð er 2.400 kr. hjá kórfélögum en 2.900 kr. á midi.is og við innganginn

Jólatónleikar 2014

 

Eitt mesta stórvirki kórbókmenntanna!

by Formaður

Söngsveitin Fílharmónía flytur eitt mesta stórvirki kórbókmenntanna, Ein Deutsches Requiem, eftir Johannes Brahms á tvennum tónleikum í Langholtskirkju dagana 25. og 26. október kl. 16. Einsöngvarar  eru Kristinn Sigmundsson og Hallveig Rúnarsdóttir. Verkið er flutt í útsetningu fyrir tvö píanó og pákur. Um píanóleik sjá þær Guðríður St. Sigurðardóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir. Pákuleikari er Eggert Pálsson.

Ein Deutsches Requiem eða Þýska sálumessan er viðamikið kórverk og á tónleikunum telur Fílharmónía áttatíu söngvara. Í hópnum nú eru fjölmargir söngvarar sem eru svo heppnir að hafa tekið þátt í flutningi verksins áður en síðast flutti Söngsveitin Fílharmónía verkið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói vorið 2008, auk þess sem kórinn fór með verkið í söngför til Wrochlaw í Póllandi sama ár.

Verkið er afar tilkomumikið og meistaralega samið en Brahms notaðist við þýskan texta lútherskrar útgáfu Biblíunnar. Sjálfur vísaði Brahms til tónverksins sem hinnar mannlegu sálumessu vegna þeirrar áherslu sem hann leggur á að hugga eftirlifendur og segja má að tónlistin sé allt í senn, full af von og huggun þó hinn tragíski þráður sé aldrei langt undan.

Hér er um stórviðburð í íslensku tónlistarlífi að ræða sem enginn unnandi rómantískra meistaraverka má láta framhjá sér fara.

Miðasala fer fram á midi.is og við innganginn

 

Getum bætt við karlröddum

by Formaður

Söngsveitin Fílharmónia getur bætt við sig karlaröddum. Verkefni starfsársins eru mörg og fjölbreytt, m.a. Sálumessa Brahms nú í október, jólatónleikar og Theresiumessa Haydns ásamt Sinfóníhljómsveit áhugamanna í mars. Með vorinu verður lögð áhersla á nýlega kórtónlist.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við kórstjórann, Magnús Ragnarsson í síma 6989926 eða á netfangið magnus.ragnarsson(hjá)gmail.com

Fílharmónía á Menningarnótt.

by Formaður

Söngsveitin Fílharmónia tekur þátt í Sálmafossi í Hallgrímskrikju á Menningarnótt. Þar flytur kórinn efnisskrá þá sem flutt var í kórakeppninni í Llangollen í Wales í sumar.  Dagskrá kórsins er um klukkustundarlöng og hefst kl. 17.

Söngsveitin Fílharmónía í þriðja sæti!

by Formaður

Söngsveitin Fílharmónía hreppti þriðja sætið í keppni blandaðra kóra á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni Eisteddfod í Llangollen í Wales. Alls tóku níu kórar þátt í þessum flokki m.a. frá Eistlandi, Bandaríkjunum og Argentínu sem fór með sigur af hólmi en kór frá Kosta Ríka vermdi annað sætið. Keppnislög Söngsveitarinnar voru þrjú, “Northern lights” eftir Ola Gjeilo, ” Ég vil llofa eina þá” eftir Báru Grímsdóttur og “The Conversion of Saul” eftir Randall Stroope. Ferðin í heild sinni var ákaflega vel heppnuð og kom kórinn margoft fram með dagskrá þar sem íslensk kórlög voru í fyrirrúmi.

Eisteddfod hefur merkilega sögu og var fyrst haldin árið 1947 í þeim tilgangi að sameina fólk í söng og tónlistarflutningi. Mikill fjöldi sjálfboðaliða kemur að skipulagningunni og utanumhaldi hátíðarinnar sem var til mikillar fyrirmyndar. Hægt er að sjá og hlýða á flutning hinna fjölmörgu kóra og danshópa sem komu fram á Eisteddfod.